Vel gekk að opna farsóttarhúsið

Tekið á móti gestum í nýja farsóttarhúsinu.
Tekið á móti gestum í nýja farsóttarhúsinu. Sigurður Unnar Ragnarsson

Vel tókst hjá Rauða krossinum að opna nýtt farsóttarhús við Skúlagötu, þar sem Fosshótel Baron er til húsa. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa, segir að fólk hafi brugðist vel við kallinu og umsóknir væru byrjaðar að streyma inn, en mönnunarvandi er í farsóttarhúsunum.

„Við náðum að opna húsið um sexleytið og ég á ekki von á öðru en að fólk taki við sér. Umsóknum streymir inn til okkar. Fólk er greinilega með okkur í liði.“

Sigurður Unnar Ragnarsson

Mikið álag á starfsfólki

Gylfi segir mikið álag hafa verið á starfsfólki farsóttahúsanna og langt gæti verið í sumarfrí.

„Einhver okkar hafa tekið nokkra daga í sumarfrí en alls ekki allir, við erum horfa til þess að reyna taka okkur sumarfrí í ágúst en hvort það verði af því er erfitt að segja. Við reynum að hvílast og gefa fólkinu okkar frí þegar það er hægt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert