Tveir skjálftar mældust í norðaustanverðri Kötluöskju nú þegar að klukkan var tuttugu mínútur gengin í átta í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
Fyrri skjálftinn mældist klukkan 19.20 var sá 3,2 að stærð. Seinni skjálftinn mældist tveimur mínútum síðar og var 3,2 að stærð. Töluverður fjöldi eftirskjálfta mældist svo í kjölfarið, um 20 samkvæmt tilkynningu.
Fram kemur þó að ekki hafi sést nokkur órói eða breytingar á vatnasviði þar í kring.