Samfélagslega ábyrgt að halda Sumarjazzinn

Lifandi jazztónlist á Jómfrúnni.
Lifandi jazztónlist á Jómfrúnni. mbl.is/Sigurður Unnar

Undanfarin tuttugu og fimm sumur hefur Jómfrúin staðið fyrir tónleikaröðinni „Sumarjazz“ alla laugardaga frá júní og út ágúst. Einvalalið íslenskra djasstónlistarmanna spilar þá ljúfa tóna fyrir gesti Jómfrúarinnar.

Jakob Einar Jakobsson, framkvæmdastjóri og eigandi Jómfrúarinnar, segir í samtali við mbl.is góða stemmingu einkenna alla laugardaga á Jómfrúnni.

„Sumarjazzinn hefur verið hvert sumar síðastliðin tuttugu og fimm ár. Sigurður Flosason saxófónmeistari hefur veg og vanda af því að skipuleggja tónleikaröðina og hefur gert það nánast frá upphafi,“ segir Jakob.

Gera það besta úr stöðunni

Þrátt fyrir takmarkanir sem nú eru í gildi innanlands er ekkert lát á sumardjassinum, en Jakob segir Jómfrúna og starfsmenn hennar eðlilega lúta þeim takmörkunum sem eru í gildi.

„Við erum bara að vinna með 200 manns að hámarki og vitaskuld einn metri á milli gesta, að lágmarki. Við gerum bara það besta í stöðunni.“

Jakob segir í raun samfélagslega ábyrgt að halda sumardjassinn þrátt fyrir takmarkanir, einfaldlega til þess að „fólk hafi eitthvað við að vera í bænum“. Ætla megi að fleiri séu í bænum en hefðu viljað vera og því sé kjörið að skella sér á djasstónleika.

Einvalalið tónlistarmanna 

Spurður hverjir séu að spila á Jómfrúnni í dag segir Jakob: „Einn af okkar alefnilegustu djasstónlistamönnum, Bjarni Már Ingólfsson, á gítar; Ari Bragi Kárason, einn af okkar fremstu spretthlaupurum, á trompet; Valdimar K. Sigurjónsson á kontrabassa og að lokum Einar Scheving á trommur.“

Nú er ekki beint sól og blíða, hefur það nokkur áhrif á stemninguna?

„Það er blíða en ekki sól, þó nokkuð heitt. En við tökum bara klárlega blíðunni,“ segir Jakob léttur.

Ætla má að tónlistin sé hér skeggrædd.
Ætla má að tónlistin sé hér skeggrædd. mbl.is/Sigurður Unnar
Vel var mætt á Sumarjazzinn. Öllum takmörkunum þó fylgt að …
Vel var mætt á Sumarjazzinn. Öllum takmörkunum þó fylgt að sögn eiganda Jómfrúarinnar. mbl.is/Sigurður Unnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert