Tíu á sjúkrahúsi með Covid-19

Landspítalinn.
Landspítalinn. mbl.is

Ein innlögn var á Landspítala vegna Covid-19 í gær. Alls eru því tíu inniliggjandi á Landspítalanum með Covid-19, átta á legudeildum og tveir á gjörgæslu. Engar útskriftir voru síðastliðinn sólarhring. 

1.205 eru í eftirliti á Covid-göngudeild, þar af 160 börn. Enginn sjúklingur flokkast rauður en 17 flokkast sem gulir. 

Alls eru nú 19 starfsmenn spítalans í einangrun, 24 í sóttkví A og 91 starfsmaður er í vinnusóttkví. 

Fólk beðið um að bíða eftir símtali 

Fram kemur á vef Landspítalans að í kjölfar þess að greint var frá nýjum reglum um styttingu einangrunar hafi margir haft samband við spítalann og óskað eftir því að skoðað yrði hvort þeir féllu undir nýju reglurnar. 

„Fólk er vinsamlegast beðið um að bíða rólegt eftir símtali því starfsfólk Covid-göngudeildar verður að fá svigrúm til að standa faglega að útskriftum.

Þá er ítrekað að fólk þarf að gæta sín sérstaklega í umgengni við viðkvæma hópa í tvær vikur eftir að einangrun lýkur,“ segir á vef spítalans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert