Loka fyrir umferð inn á gossvæðið

Búið er að loka fyrir umferð á gossvæðið.
Búið er að loka fyrir umferð á gossvæðið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað fyrir umferð á gossvæðið í Geldingadölum vegna veðurskilyrða. 

„Veðrið á bara eftir að versna með deginum,“ segir Bogi Ad­olfs­son, formaður björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Þor­björns í samtali við mbl.is. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gul­ar viðvar­an­ir sem taka gildi síðdeg­is og í kvöld. 

Bogi segir að slatti af fólki hafi lagt leið sína að gosinu í dag en töluverð virkni hefur verið í því frá því í gærkvöldi. 

Bogi segir að björgunarsveitin hafi ekki þurft að aðstoða neinn á svæðinu enn sem komið er. „Það er búið að loka streyminu upp og svo verður bara fylgst með.“

Hvað má búast við að lokunin vari lengi?

„Ég held að það verði ekkert ferðaveður þarna næstu daga. Ef fólk vill sjá rigningu getur það bara horft á hana út um gluggann,“ segir Bogi kíminn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert