Segir þörfina fyrir jarðgöng augljósa

Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnar- og samgönguráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnar- og samgönguráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir grjóthrunið sem varð á Siglufjarðarvegi í morgun undirstrika alvarleika málsins. 

Sjálfur tel ég að þörfin fyrir jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta sé augljós,“ segir Sigurður í færslu á Facebook.

Hann telur að jarðgöng séu eina varanlega lausnin. „Göngin hafa verið nefnd Siglufjarðarskarðsgöng, um 5,2 km löng og myndu stytta Siglufjarðarveg um 14 km. Þau myndu koma í stað erfiðs kafla frá Fljótum að Strákagöngum sem er snjóþungur og veðrasamur og þá þyrfti jafnframt hvorki að fara lengur um jarðskriðssvæði í Almenningum né Strákagöng.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert