Gönguleið A að gosstöðvunum lokað

Eldgosið í Geldingadölum.
Eldgosið í Geldingadölum. Ljósmynd/Baldur Arnarson

Gönguleið A að gosstöðvunum á Fagradalsfjalli hefur verið lokað þar sem hraun hefur nú tekið að flæða yfir varnargarða skammt frá gönguleiðinni og er talið að ekki muni líða á löngu þar til hraun taki að flæða yfir gönguleiðina og niður í Nátthagakrika.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra

Þá kemur fram að lögregla og björgunarsveitir vinna nú að því að rýma gönguleiðina og að fólki sé bent á að koma sér á gönguleið B eða C.

Mælt er sérstaklega með að fólk fari gönguleið C.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert