Birkir Blær heillar sænska Idol-aðdáendur

Birkir Blær er kominn í lokakeppnina.
Birkir Blær er kominn í lokakeppnina. Ljósmynd/Aðsend

Akureyringurinn og tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson hefur heillað dómara og áhorfendur í sænsku Idol-keppninni upp úr skónum en í símakosningu í kvöld komst hann í tólf manna lokakeppni, sem hefst á föstudagskvöld að viku liðinni.

Akureyri.net hefur fjallað um vegferð Birkis í þáttunum sem eru jafnan sýndir á sænsku sjónvarpsstöðinni TV 4 en einn söngvari mun standa uppi sem sigurvegari um miðjan desember.

Heillaði dómarana í áheyrnarprufu

Birkir er 21 árs, búsettur í Gautaborg og stundar þar tónsmíðar og upptökur en hann gaf út sína fyrstu plötu, Patient, fyrir ári síðan.

Hér má sjá Birki heilla dómara upp úr skónum í annari umferð útsláttarkeppninnar, sem fram fór fyrr í september:



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert