Endurtalning leiddi í ljós sömu niðurstöðu

Þórir Har­alds­son, formaður yfir­kjör­stjórn­ar í Suður­kjör­dæmi.
Þórir Har­alds­son, formaður yfir­kjör­stjórn­ar í Suður­kjör­dæmi. Ljósmynd/Guðmundur Karl Sigurdórsson

Endurtalningu er lokið í Suðurkjördæmi og leiddi hún í ljós sömu niðurstöðu og fyrri talning upp á atkvæði. Þetta staðfestir Þórir Har­alds­son, formaður yfir­kjör­stjórn­ar í Suður­kjör­dæmi.

Mun hún því ekki koma til með að hafa nein áhrif á niðurstöður kosninga í Suðurkjördæminu og því engar frekari hræringar á skipun þingmanna, líkt og gerðist eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi.

Endurtalningin tók fimm klukkustundir en hún hófst klukkan sjö í kvöld og lauk á miðnætti. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert