31 greindist innanlands – helmingur í sóttkví

Menntaskólanemi í Bangkok, höfuðborg Taílands, bólusettur við kórónuveirunni í gær.
Menntaskólanemi í Bangkok, höfuðborg Taílands, bólusettur við kórónuveirunni í gær. AFP

31 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 16 voru í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram á Covid.is. 20 þeirra sem greindust voru óbólusettir. Rétt eins og í gær eru 8 á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu. 361 er í einangrun, sem eru átta færri en í gær. Í sóttkví eru 1.969 manns, sem er fjölgun um 153 á milli daga. 

Þrjú smit greindust á landamærum og er beðið eftir mótefnamælingu í tveimur tilvikum. Einn þeirra sem greindust var fullbólusettur.  

Tekin voru 2.837 sýni, þar af 1.163 hjá fólki með einkenni. 

196 eru núna í einangrun á höfuðborgarsvæðinu, sem eru 11 færri en í gær. Á Norðurlandi eystra eru 92 í einangrun, sem er fjölgun um tíu á milli daga. Á Suðurlandi eru 27 í einangrun, sem er tveimur færra en í gær. 

14 daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100 þúsund íbúa mælist 120,8 innanlands, sem er 4,1 lægra en í gær, og á landamærunum mælist það 7,4, sem er lækkun um 0,2. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert