Heilbrigðiseftirlitssvæðum fækkar um eitt

Breytingarnar eru unnar í samvinnu við sveitarfélögin.
Breytingarnar eru unnar í samvinnu við sveitarfélögin. mbl.is

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um sameiningu heilbrigðiseftirlits Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar við Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæði annars vegar og hins vegar sameiningu heilbrigðiseftirlits Kjósahrepps við Vesturlandssvæði. Reglugerðin varðar Garðabæ, Hafnarfjörð, Kópavog, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ, Kjósarhrepp og sveitarfélögin á Vesturlandi. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Með þessari breytingu verða heilbrigðiseftirlitssvæðin níu í stað tíu. Reglugerðin er sett á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir sem kveða á um að landinu skuli skipt upp í eftirlitssvæði. Breytingar þessar voru unnar í samvinnu við viðkomandi sveitarfélög.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert