Íslendingur ákærður í Kaupmannahöfn

Lögreglan í Kaupmannahöfn staðfestir að Íslendingur hefur hlotið ákæru vegna …
Lögreglan í Kaupmannahöfn staðfestir að Íslendingur hefur hlotið ákæru vegna líkamsárásar. AFP

Tveir Íslendingar eru í haldi lögreglunnar í Kaupmannahöfn og einn hefur verið ákærður í tengslum við átök sem áttu sér stað fyrir rúmum tveimur vikum. Þetta staðfesta Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, og lögreglan í Kaupmannahöfn eftir fyrirspurn mbl.is.

Vísir greindi fyrst frá.

Fimm Íslendingar voru handteknir í Kaupmannahöfn eftir að hafa blandast í fjölmenn átök helgina 17.-19. september. Á einn að hafa slasast mjög alvarlega. Tveimur þeirra var sleppt umsvifalaust án ákæru en tveir sitja enn eftir í haldi og hafa verið það í rúmar tvær vikur. Þá var einum sleppt eftir að hafa verið ákærður. Þetta herma heimildir Vísis.

Staðfesta ákæruna

Lögreglan í Kaupmannahöfn staðfestir að íslenskur ríkisborgari hafi verið handtekinn þar mánudaginn 20. september og ákærður fyrir líkamsárás. Lögreglan ætlar ekki að tjá sig frekar um málið að svo stöddu.

Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við mbl.is að mál sé nú á borði borgaraþjónustunnar er varðar tvo sem eru enn í haldi og einum sem hefur verið sleppt.

„Það er óskað eftir þjónustu borgaraþjónustunnar varðandi samskipti við stjórnvöld. Þetta er bara hefðbundin borgaraþjónustu aðstoð við íslenska ríkisborgara sem eiga að sakamálum erlendis.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert