Ísland af rauðum lista Bandaríkjanna

Ferðamenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Ferðamenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Árni Sæberg

Ísland er farið af rauðum lista Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna.

Þetta kemur fram á vefsíðu stofnunarinnar. Þar má sjá að Ísland er í þriðja og næsthæsta áhættuþætti, sem er appelsínugulur.

Fólk er á síðunni hvatt til að vera fullbólusett áður en það heimsækir landið.

Áhættumatið var hækkað 9. ágúst. Þar var fólki ráðlagt að ferðast ekki til Íslands vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert