Byggja upp heilsubyggð á Arnarneshálsi

Arnarland hefur hingað til verið í eigu Landeyjar, dótturfélags Arion …
Arnarland hefur hingað til verið í eigu Landeyjar, dótturfélags Arion banka frá árinu 2016, en hefur nú verið fært í nýtt félag undir nafninu Arnarland ehf. Ljósmynd/Aðsend

Garðabær og Arnarland ehf. hafa undirritað samstarfssamning um uppbyggingu heilsubyggðar á Arnarneshálsi. Þar verður lögð áhersla á lífsgæði, lýðheilsu, náttúru og heilsueflandi þjónustu.

Verkefnið hefur hlotið nafnið Arnarland og er umrætt svæði u.þ.b. 10 ha að stærð. Það er staðsett á norðanverðum Arnarneshálsi og afmarkast af Hafnarfjarðarvegi, Arnarnesvegi og Fífuhvammsvegi, við bæjarmörk Garðabæjar og Kópavogs, að því er segir í tilkynningu. 

Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar, Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, Hálfdan …
Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar, Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, Hálfdan Guðni Gunnarsson, forstjóri Parlogis, Þorgerður Arna Einarsdóttir, framkvæmdarstjóri Arnarlands, Kristján Jóhannsson, stjórnarformaður Icepharma, og Jóhann Ingi Kristjánsson, stjórnarformaður Ósa og Arnarlands. Ljósmynd/Aðsend

Fram kemur, að byggðin muni samanstanda „af rúmgóðum hágæðaíbúðum sem bjóða upp á möguleika á hátæknivæðingu fyrir 50 ára og eldri ásamt miðstöð fyrirtækja sem sérhæfa sig í heilbrigðisþjónustu, þróun og nýsköpun í heilsueflandi starfsemi,“ segir einnig. 

Þá segir, að framundan sé skipulagsvinna á svæðinu sem feli í sér breytingar á aðalskipulagi sem og gerð deiliskipulags. Sú vinna verði unnin í nánu samstarfi við helstu hagsmunaaðila til að tryggja að ávinningur verði sem mestur fyrir tilvonandi íbúa, atvinnustarfsemi og nærumhverfi. Þá muni hönnun hverfisins taka mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og leitast verður við að skapa vandað bæjarumhverfi.

Benedikt Gíslason, Jóhann Ingi Kristjánsson, Gunnar Einarsson og Áslaug Hulda …
Benedikt Gíslason, Jóhann Ingi Kristjánsson, Gunnar Einarsson og Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar. Ljósmynd/Aðsend

Félagið Ósar mun reisa framtíðarhöfuðstöðvar sínar á svæðinu og vera leiðandi í uppbyggingu á atvinnuhluta byggðarinnar. Ósar er móðurfélag fyrirtækjanna Icepharma og Parlogis sem bæði eiga yfir 100 ára sögu í markaðssetningu og dreifingu heilbrigðisvara á Íslandi.

Nánari upplýsingar um verkefnið má sjá á www.arnarland.is.

Jóhann Ingi Kristjánsson og Gunnar Einarsson​.
Jóhann Ingi Kristjánsson og Gunnar Einarsson​. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert