Skora á Icelandair að draga uppsögnina til baka

Miðstjórn RSÍ segist þá skora á Icelandair að virða lög …
Miðstjórn RSÍ segist þá skora á Icelandair að virða lög og reglur á íslenskum vinnumarkaði og draga uppsögnina til baka. Sigurður Bogi

Miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands hefur lýst yfir fullum stuðningi við Eflingu vegna uppsagnar trúnaðarmanns félagsins hjá Icelandair. Þetta kemur fram í ályktun sambandsins.

Fyrr í vikunni var greint frá því að Icelanda­ir ehf. hefði sagt upp trúnaðar­manni Efl­ing­ar­fé­laga á Reykja­vík­ur­flug­velli, Ólöfu Helgu Ad­olfs­dótt­ur, á sama tíma og hún var í viðræðum við fyr­ir­tækið um rétt­inda­mál starfs­manna.

Með öllu óásættanleg

Sambandið bendir á að rétt sé að rifja upp sameiginlega yfirlýsingu Icelandair og ASÍ frá 17. september 2020, þar sem aðilar lýsa því yfir að vera sammála um að fara eftir leikreglum og lögum sem gilda á íslenskum vinnumarkaði.

Miðstjórn RSÍ segist þá skora á Icelandair að virða lög og reglur á íslenskum vinnumarkaði og draga uppsögnina til baka.

„Uppsögn trúnaðarmanna, sem er eingöngu tilkomin vegna þeirra starfa við að gæta hagsmuna starfsfólks, er með öllu óásættanleg,“ segir í ályktuninni hjá sambandinu.

„[Í] Lífskjarasamningum var áréttuð vernd starfsfólks sem sinnir trúnaðarstörfum, umfram formleg störf trúnaðarmanna, að starfsfólk verði ekki látið gjalda fyrir þau störf þeirra og vísað til laga um stéttarfélög og vinnudeilur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert