Ólafur Gunnar hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin

Ólafur Gunnar kampakátur með nýju verðlaunabókina Ljósbera.
Ólafur Gunnar kampakátur með nýju verðlaunabókina Ljósbera. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ólafur Gunnar Guðlaugsson hlaut fyrr í dag Íslensku barnabókaverðlaunin 2021 fyrir bókina Ljósbera. Sjálfur segir hann verkið kynngimagnaðan spennutrylli fyrir táninga á öllum aldri. 

Verðlaunin voru afhent klukkan 11 í dag í bókabúð Forlagsins við Fiskislóð. 

Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Ljósberi er kraftmikil og spennandi fantasía fyrir unglinga, metnaðarfull fyrsta bók í fyrirhuguðum þríleik.“ Alls bárust samkeppninni nítján handrit.

„Manni er mikill heiður sýndur að fá svona verðlaun og þetta er ákveðin viðurkenning sem allir þrá en eru ekki endilega að leita eftir þegar þeir eru að skrifa. Þetta er gjörsamlega magnað,“ segir höfundurinn.

Ólafur er höfundur bókanna um Benedikt búálf, sem hið gífurlega vinsæla barnaleikrit var unnið upp úr. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert