Gagnrýna skamman umsóknarfrest LSH

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, og Friðjón R. Friðjónsson, varaþingmaður …
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, og Friðjón R. Friðjónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, deila skoðun um umsóknarfrest til starfs forstjóra LSH. Samsett mynd

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, og Friðjón Friðjónsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokks telja bæði fráleitt að starf forstjóra Landspítalans sé auglýst með 15 daga umsóknarfrest.

Tíu dagar eru síðan greint var frá því að Páll Matthíasson léti af störfum sem forstjóri spítalans.

„Þetta er eitt viðamesta og flóknasta opinbera starf sem er til. Viljum við ekki fá fleiri umsækjendur?,“ spyr Friðjón í twitterfærslu.

Helga Vala tekur undir með Friðjóni: „Það vekur furðu að auglýst sé til eins flóknasta og viðamesta opinbera starfs sem til er hér á landi og umsóknarfrestur sé 15 dagar. Það vekur alltaf ákveðna tortryggni að framlengja frest umfram það sem var en það er líka óeðlilegt að gefa 15 daga.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert