Eitt tonn af notuðum fötum seld á stærsta kílóamarkaði frá byrjun

mbl.is/Óttar

Risakílóafatamarkaður Rauða krossins fór fram um helgina. Rauði krossinn hefur haldið slíka markaði nokkrum sinnum á höfuðborgarsvæðinu og víðs vegar um land. Markmið með slíkum kílómörkuðum er að efla alla endurnýtingu á góðum fötum innanlands.

Sannarlega var hægt að gera góð kaup á markaðnum á laugardaginn og mætti fjöldi fólks. Rauði krossinn reiknar með að um eitt tonn af fötum hafi selst, sem er met á slíkum fatamörkuðum Rauða krossins. Að sögn Bjargar Kjartansdóttur, upplýsingafulltrúa Rauða krossins, fundu starfsmenn og sjálfboðaliðar fyrir mikilli tilhlökkun fólks í aðdraganda markaðarins og mættu fjölmargir af tryggustu viðskiptavinum Rauðakrossbúðanna á markaðinn.

„Fjölmennasti hópurinn sem mætti á markaðinn í gær voru í aldurshópnum 18-25 ára sem er einmitt sá aldurshópur sem verslar hvað mest í fatabúðum Rauða krossins. Flestir viðskiptavinir versluðu milli 2-3 kg af fötum á markaðnum. Kílóverð af fötum var 2.000 krónur en lækkaði niður í 1.500 krónur ef keypt voru meira en 3 kíló.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert