Ræninginn kominn í hendur lögreglu

Vopnað rán var framið í Apótekaranum Vallakór fyrr í dag.
Vopnað rán var framið í Apótekaranum Vallakór fyrr í dag. mbl.is/Þorsteinn

Maðurinn sem grunaður er um að hafa framið vopnað rán í Apótekaranum í Vallakór var handtekinn upp úr klukkan fjögur í dag. Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

„Hann verður vistaður hjá okkur fram til morguns, þangað til það verður hægt að ræða við hann,“ segir Þóra.

Flúði og hafði á brott með sér lyf

Greint var frá því fyrr í dag að maður vopnaður dúkahníf, með svarta húfu og buff fyrir andlitinu hefði framið rán í apóteki í Kópavogi. Engan sakaði en starfsfólki og öðrum sjónarvottum brá við.

Samkvæmt heimildum mbl.is er nú öryggisvörður í apótekinu.

Maðurinn hafði flúið vettvang og haft á brott með sér lyf áður en lögreglan mætti á svæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert