Fátækt hvergi minni í OECD en á Íslandi

Í tölfræðinni er litið til þess hvert miðgildi tekna er …
Í tölfræðinni er litið til þess hvert miðgildi tekna er í hverju aðildarríki. mbl.is/Ásdís

Hlutfallsleg fátækt er hvergi minni en á Íslandi, á meðal landa Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og er raunar langminnst hér á landi.

Graf/mbl.is

Þetta var dregið fram af stofnuninni í gær, í tilefni alþjóðlegs dags um útrýmingu fátæktar. Í tölfræði OECD er litið til þess hvert miðgildi tekna í hverju aðildarríkinu er, en svo er horft til hlutfalls þeirra, sem eru með undir helmingnum af því í tekjur. Þar ræðir því um hlutfallslega fátækt, en í auðugustu ríkjum heims er óvíst að þeir búi við skort.

Á Íslandi eru aðeins 4,9% undir því viðmiði, en í OECD öllu falla 11,1% undir þá skilgreiningu. Hæst er hlutfallið í Kosta Ríka eða 20,5%, en næstlægst er það í Tékklandi eða 6,1%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert