Bjargar Adam og Evu

Erlendur F. Magnússon.
Erlendur F. Magnússon. Morgunblaðið/Steinþór

Eden í Hveragerði brann til grunna fyrir rúmum áratug en útskornar útihurðir eftir Erlend F. Magnússon stóðu eftir. „Skelin bjargaðist, þökk sé slökkviliðsmanni sem sprautaði stöðugt vatni á hurðirnar að utanverðu,“ segir listamaðurinn í samtali við Morgunblaðið og horfir hugfanginn á Evu upp við stofuvegginn og Adam liggjandi á búkkum framan við hann.

Listamaðurinn áttræði býr á Skagaströnd og lætur fara vel um sig í lítilli íbúð, er nægjusamur og með allt sem til þarf til þess að sinna listinni. „Hér er ég í hringiðunni, hef gott útsýni yfir höfnina og finn fyrir miklu öryggi búandi undir Spákonufellinu.“ Hann er húsasmiður að mennt en var einnig við nám í Handíða- og myndlistaskóla Íslands og er einn af stofnendum SÚM-listahópsins.

Erlendur vinnur við að endurvinna útskurðinn á Adam og Evu …
Erlendur vinnur við að endurvinna útskurðinn á Adam og Evu og bjarga brenndu skelinni á bakhlið hurðanna. Morgunblaðið/Steinþór

„Snemma fór ég að slá þessum formum saman, teikna og byggja hús og innréttingar, hanna húsgögn, hurðir og fleira,“ útskýrir hann. Bendir í því sambandi á innréttingar í Fjörukránni í Hafnarfirði, handverk í gamla hótelinu og öðrum byggingum við Geysi í Haukadal, ýmsar kirkjuhurðir og fleira, meðal annars útskorið víkingaskip sem brann í brunanum í Eden. „Ég hef alltaf lagt mikið upp úr útskurðinum,“ segir hann og leggur áherslu á að þótt hann hafi látið Braga í Eden fá hurðirnar á sínum tíma hafi þær alla tíð verið sín eign. „Þegar ég seldi Braga hurðirnar tók ég fram skriflega að hann hefði ekki ráðstöfunarrétt á útskurðinum. Ég hef verið að fylla upp í götin þar sem brann í gegn og þurrka hurðirnar til að koma í veg fyrir kolunina sem er enn í gangi, en hugmyndin er að stilla þeim upp sem listaverkum á báðum hliðum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert