Íbúðarhús í stað bensínstöðvar

Á lóðinni sem um ræðir er í dag sjálfsafgreiðslustöð Atlantsolíu …
Á lóðinni sem um ræðir er í dag sjálfsafgreiðslustöð Atlantsolíu fyrir bensín og reiðhjólaverslunin Berlín.

Atlantsolía hefur verið í viðræðum við Reykjavíkurborg um að loka bensínstöð fyrirtækisins við Háaleitisbraut 12. Áformar Atlantsolía að fjarlægja stöðina og breyta notkun lóðarinnar í íbúðabyggð, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Á síðasta fundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur var lögð fram fyrirspurn Hans Olavs Andersens dags. 26. ágúst 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Safamýrar-Álftamýrar vegna lóðarinnar nr. 12 við Háaleitisbraut sem felst í stækkun lóðar, breytingu á notkun í íbúðabyggð og uppbyggingu, samkvæmt tillögu Teiknistofunnar Traðar. Í dag er þar rekin sjálfsafgreiðslustöð fyrir bensín og hjólaverslunin Berlín.

Íbúðir verði 81 talsins

Í frumathugun sem fylgdi fyrirspurninni kemur fram að lóðin sé í dag 1.910 fermetrar en lagt er til að breyta lóðarmörkum svo hún stækki í 3.837 fermetra.

Samkvæmt frumathuguninni er gert ráð fyrir að byggingarnar verði þrjár, hæst sjö hæðir. Þær verða samtals 7.824 fermetrar með geymslum. Íbúðirnar verða 81 talsins, þar af 37 tveggja herbergja. Bílageymsla verður 1.985 fermetrar.

Skipulagsfulltrúi vísaði fyrirspurninni til umsagnar verkefnisstjóra.

Atlantsolía keypti stöðina við Háaleitisbraut í desember 2018 af Olís, sem þurfti að selja fimm bensínstöðvar sínar vegna sameiningar við Haga. Með kaupunum fylgdu meðal annars fasteignir, lóða- og aðstöðusamningar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert