Bæjarbúar sáttir með stöðu gossins

Íbúar Grindavíkur sáttir með stöðu eldgossins í Geld­inga­döl­um.
Íbúar Grindavíkur sáttir með stöðu eldgossins í Geld­inga­döl­um. mbl.is/Árni Sæberg

Íbúar Grindavíkur eru ánægðir með að virkni í eldgossins í Geld­inga­döl­um hafi legið niðri síðustu fjór­ar vik­ur. Þetta segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, í samtali við mbl.is.

„Ég held að það megi segja að langflestir bæjarbúar væru ánægðir ef þessu væri lokið, en við búumst nú ekki endilega við því. Það væri alla vega ekki gott að fara að fá jarðskjálfta vegna aukins þrýstings á nýjan leik.“

Hliðarverkanir gossins ekki góðar

Fannar segir gott að ferðaþjónustan hafi notið góðs af gosinu en að gosmengun og hættan sem fylgir auknu hraunflæði sé ekki góð. Á tíma leit út fyrir að hraun myndi flæða yfir Suðurstrandarveg.

„Auðvitað hefur verið líflegt hérna hjá okkur og ferðaþjónustan notið góðs af því, þannig að það eru ekki bara slæmar hliðar. Það eru margir sem hafa heimsótt okkur og við viljað taka vel á móti fólki, en það eru hliðarverkanir á þessu sem eru ekki eins þægilegar.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert