Vilja ekki senda börnin sín í Kársnesskóla

Líkur eru á að fámennara verði í Kárnesskóla á morgun …
Líkur eru á að fámennara verði í Kárnesskóla á morgun en aðra daga. mbl.is/Hari

Hópur foreldra barna við Kársnesskóla kveðst ekki vilja senda börnin sín í skólann á morgun vegna smithættu. Fjöldi barna í fyrsta til fimmta bekk hefur greinst smitaður á síðustu dögum.

Þetta herma heimildir mbl.is.

Fólk metur það sjálft hvort það sendi börnin í skólann en ég hef fullan skilning á þessu, þó það sé auðvitað skrítið þegar það vantar hluta nemenda. Skólastarfið verður ekki eins og venjulega,“ segir Björg Baldursdóttir skólastjóri Kársnesskóla í samtali við mbl.is.

„Þetta er þungt ástand“

Flest smit hafa greinst hjá börnum í fyrsta til fimmta bekk og hefur kennsla hjá einum árgangi verið felld niður. Björg vildi ekki gefa upp hvaða árgangur það væri. 

„Við erum að reyna að bregðast við eins og við getum. Smitin eru mjög dreifð. Við erum að glíma við smit frá fyrsta upp í fimmta bekk. Þetta smitast rosalega hratt hjá þessum ungu börnum sem eru óbólusett en sem betur fer verða þau í flestum tilvikum ekki mikið veik. Þetta er þungt ástand.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert