Stjórnunar- og verndaráætlun rjúpu í vor

mbl.is/Ingólfur Guðmundsson

Vinna við stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpuna hófst fyrir ári og er stefnt að því að ljúka henni næsta vor. Áætlunin á að vera tilbúin þegar næsta rjúpnaveiðitímabil gengur í garð, að sögn Bjarna Jónassonar, auðlindafræðings og sérfræðings hjá Umhverfisstofnun á sviði lífríkis og veiðistjórnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands kemur einnig að vinnunni og veitir líffræðilegar upplýsingar og um vöktun. Auk þess koma hagsmunaaðilar, m.a. Skotveiðifélag Íslands og Fuglavernd, að verkinu.

„Áætlanirnar miða að því að setja stjórnunarramma um hverja tegund,“ segir Bjarni. „Í áætluninni verða líffræðilegar upplýsingar og helstu staðreyndir um tegundina.“

Stefnt er að því að gera fimm stjórnunar- og verndaráætlanir á næstu tveimur árum. Hugmyndin er að þær nái til ólíkra tegunda sem ýmist eru nýttar eða ekki, meðal annars grágæsa og einhverra vargfuglategunda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert