Rjúpnaskytta hrasaði í brattlendi

Þyrlan er nú á leiðinni til Reykjavíkur þar sem maðurinn …
Þyrlan er nú á leiðinni til Reykjavíkur þar sem maðurinn fær frekari aðhlynningu. Árni Sæberg

Göngumaðurinn sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í dag í Norðurfjörð á Ströndum reyndist vera ung rjúpnaskytta sem hafði hrasað í miklu brattlendi í Munaðarneshlíð í Árneshreppi. 

Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg voru björgunarsveitir á Ströndum kallaðar út rétt fyrir eitt í dag til þess að aðstoða manninn og voru komnar um hálftíma síðar.

Björgunarsveitarmenn hlúðu að manninum og héldu honum heitum á meðan beðið var eftir þyrlunni. 

Maðurinn hafði hruflað sig og lent illa þegar hann rann niður hlíðina. Þyrlan er nú á leiðinni til Reykjavíkur þar sem maðurinn fær frekari aðhlynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert