Allt stopp á höfuðborgarsvæðinu

Snjóa tók í borginni í dag.
Snjóa tók í borginni í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Miklar umferðartafir eru enn á höfuðborgarsvæðinu vegna veðurskilyrða og hafa fjölmargir ökumenn þurft að dvelja óvenju langan tíma í umferðinni nú síðdegis og í kvöld. Lögreglan líkir ástandinu við morguntraffík, þar sem umferðin er mest.

Lesandi mbl.is hringdi og sagðist hafa verið fimmtíu mínútur á leið úr miðbæ Reykjavíkur og upp í Öskjuhlíð.

Árekstur varð þá undir Arnarnesbrúnni á Hafnarfjarðarvegi síðdegis í dag og urðu miklar umferðartafir í kjölfarið.

Fluttur á bráðamóttöku

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru báðar bifreiðar óökufærar og var annar ökumaður fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar.

Myndin hér að ofan er tekin á leiðinni norður Reykjanesbraut, á milli Breiðholtsbrautar og Bústaðavegs, en samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru tafir þar ekki sökum áreksturs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert