Nóg komið af „salti og svínaríi“ eftir hátíðarnar

Það var nóg að gera hjá Bjarka í gær.
Það var nóg að gera hjá Bjarka í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nóg var að gera í Hafinu fiskverslun í Hlíðasmára í Kópavogi í gær eins og gjarnan er eftir stórhátíðir.

„Í janúar og febrúar sækir fólk í fisk og margir segjast vera búnir að fá nóg af salti og svínaríi,“ segir Bjarki Gunnarsson verslunarstjóri.

Úrvalið verður stöðugt fjölbreyttara í fiskbúðunum og segir hann að sumir vilji ferskan fisk, aðrir fisk í marineringu og margir velji tilbúna rétti. Meðal viðskiptavina sé fólk á öllum aldri og það sé ánægjulegt að margir þeirra tengist íþróttafélögunum Stjörnunni, HK, Breiðabliki, Gerplu og ÍR.

Bjarki segir að gott framboð hafi verið á fiskmörkuðum á gamlársdag og margir róið á milli hátíða. Hrogn og lifur sé þegar að finna í fiskborðinu.

Bjarki Gunnarsson.
Bjarki Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert