Hvassviðri sunnan- og vestanlands

Það verður hvasst á landinu í dag.
Það verður hvasst á landinu í dag. mbl.is/Jónas Erlendsson

Gengur í suðaustan 13-20 metra á sekúndu með rigningu eða slyddu sunnan- og vestanlands með morgninum og snjókomu inn til landsins. Hiti verður víða 0 til 5 stig. Mun hægari vindur verður, þurrt að mestu og talsvert frost norðaustanlands.

Gengur í suðaustan 18-25 m/s suðvestan til í kvöld með talsverðri rigningu um allt landið sunnanvert og hlýnar enn. Jafnvel hvassara verður um tíma í nótt.

Á morgun er spáð suðaustan 13-23 m/s og talsverðri rigningu suðaustan til. Hvassast verður við austurströndina, en annars dálítil rigning eða slydda öðru hvoru. Lengst af verður þurrt á Norðurlandi. Dregur úr vindi og úrkomu annað kvöld. Hiti verður á bilinu 1 til 6 stig.

Í athugasemd veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands kemur fram að suðaustanhvassviðri verður sunnan og vestan til í dag með rigningu eða slyddu á láglendi, en búist er við talsverðri snjókomu og skafrenningi á Hellisheiði um tíma eftir hádegi með slæmu skyggni.

Í kvöld bætir enn frekar í vind og hlýnar þegar öflug lægð nálgast landið.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert