Rafmagnið komið aftur á í miðbænum

Rafmagnslaust er í miðbænum þessa stundina.
Rafmagnslaust er í miðbænum þessa stundina.

Rafmagn er aftur komið á í miðbænum, en rafmagnslaust var fyrr í kvöld vegna háspennubilunar við Mýrargötu, Geirsgötu, Tryggvagötu, Pósthússtræti, Hafnarstræti, Austurstræti og þar í kring.

Rafmagnið fór af um níuleytið, og sagði á  vef Veitna kom fram að vonast væri til að rafmagn yrði komið aftur á innan stundar. 

Þar var einnig bent á að fólk eigi að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geti valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju.

„Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggjum við þér að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.“

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert