1.063 greindust innanlands – met á landamærunum

Starfsmaður farsóttarhússins við Rauðarárstíg.
Starfsmaður farsóttarhússins við Rauðarárstíg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

1.063 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af voru 464 í sóttkví, eða um 43%. Þetta kemur fram á Covid.is. 314 greindust á landamærunum, sem er metfjöldi. Alls eru 9.468 í einangrun, sem eru 343 fleiri en í gær. 7.876 eru í sóttkví, sem er fjölgun um 351 á milli daga. 32 eru á sjúkrahúsi, þar af 7 á gjörgæslu. 

Áður höfðu flestir greinst á landamærunum síðastliðinn mánudag, eða 177, og hefur talan því hækkað umtalsvert síðan þá. 

14 daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100 þúsund íbúa er 3.206, sem aukning um 169 frá því í gær. 

Tekin voru 8.954 sýni, þar af 4.854 hjá fólki með einkenni. 

7.088 eru núna í einangrun á höfuðborgarsvæðinu, sem eru 194 fleiri en í gær. Næstflestir eru í einangrun, eða 621, sem er fjölgun um 42 á milli daga. Þar á eftir eru 574 í einangrun á Suðurlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert