Jafna stöðu fatlaðra barna með tvö heimili

Með breytingunni verður einnig heimilt að veita styrki til kaupa …
Með breytingunni verður einnig heimilt að veita styrki til kaupa á sérstökum vinnustólum og sessum. mbl.is/Ernir

Fötluð börn með tvö heimili fá nú aukinn styrk frá Sjúkratryggingum Íslands til þess að tryggja tilvist hjálpartækja á báðum stöðum.

Þetta er hluti af gjaldskrárbreytingu vegna heilbrigðisþjónustu sem tóku gildi um áramótin og veita Sjúkratryggingum auknar heimildir til styrkja, að því sem kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.

Áður tóku styrkirnir til kaupa á sjúkrarúmum, dýnum, stuðningsbúnaði og hjálpartækjum tengdum salernisferðum. Með breytingunni verður einnig heimilt að veita styrki til kaupa á sérstökum vinnustólum og sessum.

Styrkirnir höfðu áður hækkað talsvert, þann 1. júlí í fyrra, þegar þeir voru færðir upp til verðlags í fyrsta skipti frá árinu 2008.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert