915 innanlandssmit í gær

Fólk má nú útskrifa sig sjálft úr einangrun.
Fólk má nú útskrifa sig sjálft úr einangrun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

915 einstaklingar greindust með Covid-19 innanlands í gær og 134 smit greindust á landamærunum.

Um er að ræða bráðabirgðatölur, en staðfestar tölur verða uppfærðar á á covid.is á mánudag ásamt upplýsingum um fjölda sýna sem voru tekin.

Alls voru 410 í sóttkví við greiningu.

Í dag eru 9365 í einangrun og 9798 í sóttkví, en þeim sem eru í einangrun fækkar töluvert á milli daga.

Fólk má útskrifa sig sjálft

Fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum að vegna mikils álags á Covid-göngudeildinni er einkennalausu fólki nú heimilt að útskrifa sig sjálft að lokinni sjö daga einangrun án samráðs við göngudeildina.

Eins og áður er dagur núll dagurinn sem einstaklingur fer í PCR próf og fær jákvæða niðurstöðu. Hvorki jákvætt heimapróf né hraðpróf má nota sem viðmið fyrir dag núll.

Gildir líka um þau sem eru á sama stað og smitaður

Breyttar reglur sem tóku gildi á föstudaginn, um sóttkví fyrir þau sem hafa fengið örvunarskammt og eru útsettir fyrir Covid-19 gilda fyrir alla sem eru í sóttkví, einnig þá sem eru á sama stað og smitaður einstaklingur.

Allir sem uppfylla skilyrði um að sleppa sóttkví þurfa engu að síður að fara í PCR próf á fimmta degi frá útsetningardegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert