Höfða mál vegna ólíks skilnings á sóttkví í orlofi

Drífa segir Eflingu vera með mál gegn borginni á sínu …
Drífa segir Eflingu vera með mál gegn borginni á sínu borði. Ljósmynd/ASÍ

Verkalýðshreyfingin ætlar að höfða mál gegn Reykjavíkurborg og íslenska ríkinu vegna ólíks skilnings á túlkun á greiðslu í sóttkví í orlofi. Þetta staðfestir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, í samtali við mbl.is.

Ríkisútvarpið greindi fyrst frá.

Skerðing á orlofi

Málin varða einstaklinga sem voru skikkaðir í sóttkví þegar þeir voru í orlofi. Þá reynir á hvort þá daga, sem einstaklingur sætir sóttkví, eigi að draga af orlofsdögum. Verkalýðshreyfingin segir það vera skerðingu á orlofi.

„Bæði sveitarfélögin og ríkið hafa sett sama skilning í þetta og við erum ekki sammála þeim skilningi. Því verður farið með prófmál í þessum málum,“ segir Drífa.

Þá segir Drífa Eflingu vera með mál gegn Reykjavíkurborg og segir hún það fjalla um fólk sem er í störfum á leikskóla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert