Jana vill 1. sæti VG á Akureyri

Jana Salóme.
Jana Salóme.

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, varabæjarfulltrúi á Akureyri, gefur kost á sér til að leiða lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar, sem fram fara 14. maí. Sóley Björk Stefánsdóttir, núverandi oddviti Vinstri grænna, hyggst ekki leita endurkjörs.

Jana er menntaður efnafræðingur, með gráðu í mannauðsstjórnun og hefur starfað sem hótelstjóri á sumrin, en vinnur nú á veitingastaðnum Berlín. Hún situr í umhverfis- og mannvirkjaráði Akureyrarbæjar og í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands. Auk þess situr hún í stjórn VG á Akureyri, er formaður stjórnar kjördæmisráðs VG í Norðausturkjördæmi og varaformaður Ungra vinstri grænna.

Í tilkynningu segir Jana að Akureyrarbær hafi allt til að bera til að vera leiðandi í umhverfismálum. Nauðsynlegt sé að taka afgerandi afstöðu í loftslagsmálum, bæta aðstöðu fyrir aðrar samgönguleiðir en einkabílinn, innleiða nýtt leiðarkerfi strætó og flýta framkvæmd á samþykktu stígakerfi bæjarins. Loftgæði eigi aldrei að fara yfir heilsuverndarmörk.

Hún segir nauðsynlegt að gæta að jafnræði barna í sveitarfélaginu og stefna þarf að gjaldfrjálsum skólamáltíðum og tekjutengingu leikskólagjalda. Einnig þarf að auka valfrelsi barna um hvers kyns mat þau borða í skólum og leikskólum og leggja þarf meiri áherslu á grænkerafæði. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert