Hálka víða um land

Hellisheiði.
Hellisheiði. mbl.is/Óttar

Hálka og þoka er á Hellisheiði en snjóþekja í Þrengslum. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og á öllum leiðum í kringum höfuðborgina.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Hálka eða snjóþekja er á öðrum leiðum á Suðvesturlandi. Flughálka er á Grafningsvegi.

Víða um land er hálka eða snjóþekja og því um að gera fyrir ökumenn að fara varlega.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar sömuleiðis við mikilli hálku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert