Hætta við hitaveitulokanir

Nesjavallavirkjun.
Nesjavallavirkjun. mbl.is/RAX

Veitur hafa hætt við frekari hitaveitulokanir á höfuðborgasvæðinu þar sem vel hefur gengið að koma framleiðslu á heitu vatni í gang í Nesjavallavirkjun.

Virkjunin starfar nú á fullum afköstum í hitaveitunni eftir bilun í morgun.

Allir ættu að vera komnir með fullan þrýsting á heitu vatninu innan skamms. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert