Mikilvægt að tryggja öryggi

Félagið fer fram á að skipuð verði nefnd til þess …
Félagið fer fram á að skipuð verði nefnd til þess að fara yfir málið og koma með tillögur að úrbótum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Afstaða, félag fanga á Íslandi, sendi dómsmálaráðaneytinu og Fangelsismálastofnun erindi í gær þar sem félagið kallar eftir því að verulegar breytingar verði gerðar á vistun fanga sem glíma við geðræn veikindi. Erindið kemur í kjölfar þess að þegar fangi réðist að fangavörðum með alvarlegum afleiðingum 15. janúar. 

Félagið kallar eftir því að jafnvel verði ráðist í að útbúa sérstakt úrræði fyrir þá fanga sem teljast of hættulegir fyrir vistun á geðdeild en eru of veikir til þess að afplána fangelsisdóm í hefðbundnu fangelsi.

Fangelsin undirmönnuð 

Í erindinu kemur fram að veikt fólk í fangelsum getur orðið mjög hættulegt sér, samföngum og starfsfólki. Það hefur ítrekað gerst að andlega veikt fólk ráðist á og veiti öðrum áverka segir einnig. Fangavarðafélag Íslands sendi sömu aðilum einnig erindi í vikunni vegna þessa.

Afstaða bendir á bága stöðu fangelsanna og er þar nefnt að fangelsi landsins eru undirmönnuð, fagfólki hefur verið fækkað og fangaverðir séu með litla sem enga menntun né þjálfun í því að meðhöndla andlega veikt fólk.

Félagið skorar á stjórnvöld að líta upp úr minnisblöðum sóttvarnarlæknis og leysa úr þeirri stöðu sem kominn er upp í fangelsunum, tryggja öryggi fanga og starfsfólks. Félagið fer fram á að skipuð verði nefnd til þess að fara yfir málið og koma með tillögur að úrbótum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert