„Enn og aftur fá lítil úkraínsk börn ekki að tékka inn í flug í Varsjá vegna skorts á vegabréfum.“
Svona byrjar færsla Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, á Facebook þar sem hún vekur athygli á stöðu úkraínskra barna á leið hingað til lands frá Varsjá í Póllandi.
Hún segir engu skipta þótt mæður þeirra séu með fæðingarvottorð barnanna og með þau skráð í sín eigin vegabréf: Börnin fái ekki að fara um borð í vél til Íslands vegabréfslaus.
Hún kallar á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra til að aðhafast á næstu klukkustundinni, tíminn sé naumur.
Helga Vala uppfærði færsluna skömmu síðar og sagði að „þrátt fyrir að allir hafi verið ræstir út“ þá hefðu börnin og mæður þeirra verið skilin eftir á flugvellinum.
„Þau vita ekki hvað tekur við eða hvort þau þurfa að yfirgefa flugvöllinn. Þau hafa tapað öllum flugmiðunum og vita ekki sitt rjúkandi ráð.“