Allt á „húrrandi hausnum“ í Árborg

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ virðist ekki uppnuminn af hrifningu með þá þróun sem hefur átt sér stað í Árborg síðustu ár. Telur hann sveitarfélagið ekki hafa náð að byggja upp innviði í takt við þá hröðu fólksfjölgun sem hefur átt sér stað í bænum. 

„Núna standa þeir frammi fyrir því að það er búið að fjölga gríðarlega hjá þeim en þeir hafa ekki verið að rukka nein innviðagjöld, þeir hafa ekki verið að selja þessar lóðir og núna standa þeir frammi fyrir því að allir innviðir eiga eftir að byggjast upp, skólar leikskólar og hvað annað. Og þetta er allt á húrrandi hausnum þar,“ segir Ásgeir Sveinsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.

Ásgeir ræddi bæjarstjórnarmál við þá Stefán Einar Stefánsson og Andrés Magnússon, og aðra oddvita Mosfellsbæjar, í kosningaþætti Dagmála sem hægt er að nálgast í heild sinni hér.

Oddvitar í Mosfellsbæ sátu fyrir svörum í kosningaþætti Dagmála.
Oddvitar í Mosfellsbæ sátu fyrir svörum í kosningaþætti Dagmála. mbl.is/Ágúst Ólíver
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert