Nýtt íbúðahótel við Hlemm

Laugavegur 105. Húsið nýtur verndar götumyndar í deiliskipulagi. Á götuhæðinni …
Laugavegur 105. Húsið nýtur verndar götumyndar í deiliskipulagi. Á götuhæðinni er nú rekinn veitingastaður. mbl.is/sisi

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið jákvætt í ósk eigenda hússins Laugavegur 105 um að þar verði heimilaðar 27 íbúðir til skammtíma útleigu á 3.-6. hæð. Þá hefur byggingafulltrúi sömuleiðis samþykkt nauðsynlegar breytingar á húsinu.

Þetta er sögufrægt hús og stendur við eitt helsta torg höfuðborgarinnar, Hlemm. Í húsinu var til margra ára skeið rekið fyrirtækið Hlemmur Square hostel.

Húsið Laugavegur 105 er steinhús, byggt 1926 og teiknað af Einari Erlendssyni arkitekt og síðar húsameistara ríkisins. Þar var lengi vel bifreiðasmiðja og bílaumboð Sveins Egilssonar, sem hafði m.a. umboð fyrir Ford-bifreiðarnar bandarísku.

Náttúruminjsafn var þar til húsa í áratugi. Byggt var við húsið í áföngum 1926-1947 og er það mikið breytt frá upphaflegri gerð.

Í umsögn kemur fram að nokkrum sinnum áður hafi embætti skipulagsfulltrúa fjallað um fyrirspurnir fyrir þessa lóð með umsögn á umliðnum árum. Afgreiðsla þeirra mála var neikvæð m.a. vegna þess að byggt var við húsið sem hefur verndargildi og nýtur verndar götumyndar í deiliskipulagi.

Skipulagsfulltrúi fól verkefnisstjóra að yfirfara umsóknina. Segir í umsögn hans að farið hafi verið yfir aðaluppdrætti m.t.t. þeirrar sam- vinnu/samtals sem farið hefur fram tengt þróun tilllögunar og ítargagna sem borist hafa og samræmist tillagan þeim markmiðum sem þar voru sett. Meðal annars því að íbúðirnar geti orðið almennar í framtíðinni og að meðalstærð íbúða í þessu gamla verndaða húsi verði minni en almennt er gerð krafa um, eða 70-73 fermetrar. Þar sem húsið sé staðsett í miðborg, við eitt aðaltorg borgarinnar og kjarnastöð almenningssamgangna, megi reikna með að það verði aðlaðandi til búsetu fyrir yngra fólk og þá sem kjósa óhefðbundið búsetuform og lífsstíl.

Niðurstaða verkefnisstjórans var sú að ekki er gerð skipulagsleg at- hugasemd við erindið að öðru leyti en því að gera þurfi betri grein fyrir útfærslu þakgarðs í byggingarlýsingu m.a. lýsa útfærslu og yfirborði. Þá væri gott að fá inn í byggingarlýsingu hlutfallsskiptingu íbúða 3.-6. hæðar í íbúðagerðir og yfirlit yfir birt flatarmál þeirra og meðaltalsflatarmál.

Önnur hæð hússins er í eigu Fé- lagsbústaða og þar eru fyrirhugaðar 10 tveggja herbergja íbúðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert