Skaginn kominn á næsta gosskeið

Landris á Reykjanesi nálægt Þorbirni við Grindavík. Bláa lónið og …
Landris á Reykjanesi nálægt Þorbirni við Grindavík. Bláa lónið og Svartsengi eru þar í næsta nágrenni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ef maður horfir á mynstrið yfir síðustu viku og hvernig skjálftarnir eru, finnst mér ákveðin vísbending um að eitthvað sé í gangi þarna niðri, einhver tilfærsla á kviku,“ segir Þor­vald­ur Þórðar­son, pró­fess­or í eld­fjalla­fræði við Há­skóla Íslands, í samtali við mbl.is.

Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­nesj­um, hef­ur lýst yfir óvissu­stigi Al­manna­varna vegna jarðskjálfta­hrinu á Reykja­nesskaga en skjálftar yfir fjórum hafa mælst.

Þorvaldur segir að á meðan skjálftarnir séu á svipuðu dýpi og nú, fjögurra til fimm kílómetra, bendi það ekki til þess að eldgos sé í vændum. 

Hann segir að ákveðin útþensla hafi átt sér stað við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga en það eina sem hægt sé að gera núna, sé að bíða og sjá.

„Mér sýnist allt þetta í nokkuð góðu samræmi við þær hugmyndir að skaginn sé kominn af stað. Hann sé kominn á næsta gosskeið,“ segir Þorvaldur.

„Hvort svona einstaka hrinur leiði til eldgosa eða ekki, það er erfitt að segja til um það,“ segir Þorvaldur og ítrekar að það sé eingöngu hægt að skoða þegar og ef upptök skjálfta færast nær yfirborði jarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert