Bensín aldrei dýrara

Hátt eldsneytisverð kemur sér illa fyrir tekjulága og þá sem …
Hátt eldsneytisverð kemur sér illa fyrir tekjulága og þá sem búa á landsbyggðinni. AFP

Bensínverð er nú í hæstu hæðum og hefur aldrei veið dýrara. Ódýrasti bensínlítrinn í sjálfsafgreiðslu á höfuðborgarsvæðinu er hjá Costco þarf þar að greiða fyrir aðgangskort en þar kostar lítrinn 274,8 af bensíni en 284,7 af dísel. Stjórnvöld vilja ekki lækka álögur á eldsneytisverð. 

Hægt er að fá lítrann af bensíni á 274,8 kr. og lítrann af dísel á 284,7 kr. hjá Costco, en þar þarf að greiða árgjald fyrir aðgangskort. Dýrast er bensínið hjá N1 en þar kostar bensínlítrinn 315,9 kr. og dísellítrinn 312,9 kr. Þessar upplýsingar má nálgast á vefnum gsmbens­in.is eða gasvaktin.is.

„Þetta er auðvitað skuggaleg staða sem kemur illa við fyrirtæki og heimili. Við höfum lagt það til við stjórnvöld að, hið minnsta kosti tímabundið verði skattar og gjöld á eldsneyti lækkuð. Við höfum sent formlegt erindi um það en það hefur ekki verið tekið jákvætt í það. Við höfum séð þetta gert í nágrannalöndunum að það hafi verið tekið til slíkra aðgerða til að draga úr þessum mikla kostnaðarauka. Svo liggur það fyrir að hátt eldsneytisverð bitnar hlutfallslega verst á þeim sem verst hafa umleikis og þeim sem búa í dreifðari byggðum og sækja þurfa þjónustu lengri veg,“ segir Runólfur Ólafsson, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­enda.

Hvort eldsneytisverð muni hækka segir hann „Það er erfitt að vera spámaður í þessu“ bendir hann á að fáir hafi reiknað með því að Rússar myndu ráðast inn í Úkraínu og það hafi haft gífurleg áhrif á eldsneytisverð í heiminum.

„Vegna hækkunar á verði bensínlítrans frá byrgjum, þá hefur eðlilega krónutalan sem felst í virðisaukaskattinum hækkað gríðarlega. Það má segja að ríkissjóður hafi tekjuauka miðað við óbreytta neyslu. Svo það má segja að það sé borð fyrir báru,“ segir Runólfur Jafnframt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert