Flóttafólk flutt frá Sögu

Flóttafólk þarf að yfirgefa Hótel Sögu innan viku. Þeim sem …
Flóttafólk þarf að yfirgefa Hótel Sögu innan viku. Þeim sem ekki hafa fundið húsnæði verður útvegað slíkt til skemmri eða lengri tíma. mbl.is/Kristinn Magnússon

Flóttafólki sem dvelur á Hótel Sögu verður vísað í önnur úrræði innan viku. Sum þeirra hafa fundið sér húsnæði og vinnu en önnur ekki, að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, aðgerðastjóra teymis um móttöku flóttafólks frá Úkraínu.

„Hótel Saga er skammtímaúrræði og þar er fólk til skamms tíma eða í nokkrar vikur, svo flytjum við það annað. Annað hvort í millibilssúrræði á vegum sveitarfélaganna eða fólkið fær langtímabúsetu,“ segir hann. Framtak Háskólans á Bifröst er á meðal þessarra úrræða en þar verður 150 flóttamönnum boðið húsnæði.

Ríflega 14 milljónir hafa flúið stríðsátök í Úkraínu.
Ríflega 14 milljónir hafa flúið stríðsátök í Úkraínu. AFP

Á sjötta tug dvalið á Sögu

„Síðan er það undir fólki sjálfu komið hvort það vilji finna húsnæði. Nokkrir hafa gert það sem er bara frábært. Sumir koma bara á Hótel Sögu í nokkra daga,“ segir Gylfi. 

Framkvæmdir standa nú yfir í húsnæði Hótels Sögu en í lok síðasta árs keypti Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta húsnæðið þar sem framkvæmdir fyrir á fjórða milljarð króna standa yfir og er fyrirhugað að þeim ljúki sumarið 2024. Hótel Saga hefur útvegað í það minnsta sextíu manns á flótta frá Úkraínu gististað eftir að innrás Rússa hófst í febrúar en ríflega 14 milljónir manns eru á flótta frá landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert