SÁÁ þarf 300 millj. viðbótarframlag

Launakostnaður SÁÁ er sagður vera verulega íþyngjandi.
Launakostnaður SÁÁ er sagður vera verulega íþyngjandi.

Auka þarf fjárframlög ríkisins til SÁÁ, þar sem fjárveitingar til samtakanna í ár eru um 300 milljónum króna of lágar að mati Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV). Benda SFV á í umsögn við fjármálaáætlun til ársins 2027 að afkastageta Sjúkrahússins Vogs sé ekki fullnýtt með samningum við ríkið. Á þessu ári hafi eftirspurn eftir meðferð fyrir 45 ára og yngri aukist mjög. „SÁÁ fá einungis greitt fyrir 90 sjúklinga í lyfjameðferð við ópíóðafíkn en þeir eru yfir 230 í meðferðinni í dag,“ segir í umsögn SFV

Einnig kemur fram að launakostnaður SÁÁ sé verulega íþyngjandi bæði vegna kjarasamningsbundinna hækkana og styttingar vinnuvikunnar. „Þau hafa þurft að fjölga stöðugildum á meðferðarsviði til að manna

lágmarksstarfsemi á vöktum þar sem síðustu ár hafa þau rekið reksturinn á lágmarksvinnuafli vegna úreltra þjónustusamninga,“ segir ennfremur og bent er á að þörf sé á auknu fjármagni til að geta haldið starfsemi meðferðarúrræðisins á Vík opinni yfir sumarorlofstíma starfsfólks. Þá sé biðlisti eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn 8-18 ára um fjórir mánuðir og nauðsynlegt sé að geta bætt við starfsfólki.

Uppfæra þarf fjármálaáætlun

Samtökin hvetja einnig til þess að fjármálaáætlunin verði uppfærð með tilliti til nýrra þjónustusamninga sem ríkið hefur gert við hjúkrunarheimilin og þeirra fjárveitinga sem ríkið hefur þar skuldbundið sig til. Í áætluninni eins og hún er í dag er gert ráð fyrir að framlög í rekstur fari úr 65.608 milljónum kr. í 68.696 milljónir á fimm árum. Þessi hækkun

nemi um 0,9% á ári, sem sé töluvert frá því að endurspegla kostnað ríkisins vegna þessarar þjónustu.

Frá því að áætlunin var upphaflega lögð fram hafa náðst þjónustusamningar milli ríkisins og hjúkrunarheimilanna sem feli í sér aukinn kostnað á næstu árum sem ríkið hafi skuldbundið sig til að greiða langt umfram umrædda 0,9% árlegu hækkun. Fram undan séu kjarasamningar og verðbólga er mikil þessa dagana. omfr@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert