Silja Bára nýr formaður Rauða krossins

Sigríður Stefánsdóttir varaformaður og Silja Bára Ómsarsdóttir formaður Rauða krossins.
Sigríður Stefánsdóttir varaformaður og Silja Bára Ómsarsdóttir formaður Rauða krossins. Ljósmynd/Aðsend

Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, er nýr formaður Rauða krossins á Íslandi en aðalfundur Rauða krossins fór fram á Grand hótel í dag.

Aðalfundarfulltrúar frá 16 deildum víðsvegar um landið mættu.

Silja Bára tekur við sem formaður félagsins af Sveini Kristinssyni sem gegnt hefur formennsku sl. 8 ár. Varaformaður Rauða krossins var kjörin Sigríður Stefánsdóttir.

Þá voru þau Ívar Kristinsson, Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar, Sigurjón Haukur Valsson, Símon Friðrik Símonarson og Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir kjörin í stjórn.  Áfram sitja í stjórninni þau Baldur Steinn Helgason, Elín Ósk Helgadóttir, Gréta María Grétarsdóttir og Sveinn Þorsteinsson. Varamenn voru kjörin Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir og Unnsteinn Ingason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert