Illa tímasett tíst um að leggja niður kirkjuna

Líf Magneudóttir, borg­ar­full­trúi Vinstri grænna.
Líf Magneudóttir, borg­ar­full­trúi Vinstri grænna. Ljósmynd/Aðsend

„Langar smá að þjóðnýta kirkjuna og síðan leggja allt niður sem tengist henni,“ sagði Líf Magneudóttir, borg­ar­full­trúi Vinstri grænna, í tísti í gærkvöldi. Síðar eyddi hún tístinu og baðst afsökunar á ummælunum. 

Kjarninn greindi fyrst frá tístinu en í morgun sagði Líf í öðru tísti, „eyddi tísti sem var mjög illa tímasett ... biðst afsökunar á því.“

Ummæli Lífar tengjast gagnrýni séra Davíðs Þórs Jóns­sonar, sókn­ar­prest­s í Lauga­rnes­kirkju, á áformum rík­is­stjórn­ar­inn­ar að vísa um 300 flótta­mönn­um úr landi. 

Sagði Davíð að þing­menn og ráðherr­ar Vinstri grænna væru „sek eins og synd­in“ og að það sé „sér­stak­ur staður í hel­víti fyr­ir fólk sem sel­ur sál sína fyr­ir völd og vegtyll­ur“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert