Sindri sýknaður af kröfum Ingós

Ingólfur Þórarinsson (t.v.) og Sindri Þór Sigríðarson (t.h.).
Ingólfur Þórarinsson (t.v.) og Sindri Þór Sigríðarson (t.h.). Samsett mynd

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Sindra Þór Sigríðarson Hilmarsson af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns. Ingólfur kærði Sindra fyrir meiðyrði. 

Í samræmi við breytingar

Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður Sindra, kveðst ánægð með dóminn. „Við erum ótrúlega sátt með þessa niðurstöðu og ég tel að hún sé lögfræðilega hárrétt og tali inn í dómaframkvæmd síðustu ára,“ segir hún í samtali við mbl.is og bætir við að miklar breytingar séu að eiga sér stað, bæði í samfélaginu og í réttarkerfinu. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Sindra sé í samræmi við þær breytingar.

Gerir ráð fyrir að málinu verði áfrýjað

Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Ingólfs, segir í samtali við mbl.is að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur hafi komið virkilega á óvart. Henni finnst niðurstaða Héraðsdóms ansi hæpin og segist gera ráð fyrir því að málinu verði áfrýjað. Hún telur þá forsendu héraðsdóms að ummæli þau sem Sindri viðhafði á víðlesnum vefmiðlum hafi falið í sér eitthvað sem væri ekki jafn alvarlegt og hægt væri að lesa eftir orðanna hljóðan furðulega, en dómstóllinn hafi litið til þess að Sindri hafi síðar meir leiðrétt ummæli sín. Auði finnst einnig furðulegt að dómstóllinn hafi vísað til þess að Sindri hafi verið í góðri trú er hann viðhafði umrædd ummæli.  

„Ef þetta er í lagi þá máttu segja hvað sem er,“ segir hún í lokin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert