Hleðslustæðum rafbíla fer fjölgandi

Rafbíll í hleðslu
Rafbíll í hleðslu

Í dag eru hleðslustæði fyrir rafbíla í öllum bílastæðahúsum Bílastæðasjóðs Reykjavíkur, að undanskildu Kolaporti, en unnið er að uppsetningu hleðslustæða þar. Fjöldi hleðslustæða í húsunum er nú kominn í 44.

Þetta kemur fram í nýlegu svari skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og samgönguráði, sem lögð var fram þann 2. október 2019, eða fyrir tæpum þremur árum. Óskað var eftir upplýsingum um hleðslustæði fyrir rafbíla í P-merktum bílastæðum bílastæðahúsa í eigu eða umsjá Reykjavíkurborgar.

Fram kemur í svarinu að þann 30. október 2019 hafi verið lögð fram tillaga skrifstofu umhverfisgæða umhverfis- og skipulagssviðs, um uppsetningu hleðslustæða fyrir rafbíla í bílastæðahúsum Bílastæðasjóðs. Uppsetning stæðanna sé örlítið á eftir þeirri áætlun sem þá var lagt upp með. Gert er ráð fyrir að framvindan verði samkvæmt áætlun fyrir lok þessa árs.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert