Pólitíkin verður að leysa vandann

Álfsnes.
Álfsnes. Ljósmynd/STÍ

Skotfélag Reykjavíkur (SR) hefur auglýst Íslandsmót í haglabyssuskotfimi á Álfsnesi 13. til 14. ágúst. Skotvöllum þar var lokað í september 2021 þegar úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi starfsleyfi vegna þess að starfsemin samrýmdist ekki landnotkun samkvæmt aðalskipulagi.

„Skotsamband Íslands úthlutaði okkur þessu móti og við höldum því til streitu á meðan við vitum ekki annað,“ segir Guðmundur Kr. Gíslason, framkvæmdastjóri SR. „Leyfi lögreglu til að skjóta á svæðinu á Álfsnesi er til staðar, þótt við höfum ekki starfsleyfi fyrir almennri starfsemi. Við þurfum að fá svar við því hvort við getum haldið mótið.“

Keppnislið SR hafa þurft að æfa í Þorlákshöfn eða Höfnum í sumar og kostar því hver æfing 80 til 100 km akstur með tilheyrandi kostnaði. Guðmundur segir að það standi upp á borgaryfirvöld að gera ráðstafanir til að skipulagsmálin á Álfsnesi komist á hreint. SR hefur ekki lagt fram umsókn um nýtt starfsleyfi.

„Pólitíkin verður að finna lausn á því hvernig á að nýta fjárfestingu upp á 500 til 600 milljónir í mannvirkjum á æfingasvæði SR á Álfsnesi,“ segir Guðmundur. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert